Einkennisbúningur

Æfingar galli í Soo Bahk Do er  kallaður Do Bok.   Beltið er kallað Dee.

Do Bok er samsett orð úr Do ( vegur lífsins) og Bok (fatnaður). Þar sem að Do Bok er það sem þú klæðist er þú æfir þitt Do, þinn veg eða þína leið, þarf umhyggja og tilgangur að vera mikilvægur. 

Sagan

Traditional Korean clothing
Sígildur kórenskur klæðnaður

Hönnun á einkennisbúninginum Do Bok á sér rætur í aldagamalli kórenskr hefð í klæðnaði.

Við höldum hvítum lit til að sýna hreinleika, virðingu við lífið, og staðfestu við að forðast blóðtöku og ofbeldis.

Meðferð einkennisbúnings eða æfingargalla.

Framkvæmt og hugsun er óaðskiljanleg, ytra útlit er mjög tengt innri hugsun.  Þegar þú lítur vel út finnur þú að þér vel.  Með þetta í huga, ættirðu alltaf að mæta í tíma í hreinum og sléttum æfingargalla,  í góðu ásigkomulagi og með viðeigandi merki og gráðu. 

Beltið þitt er merki þesss hvar þú ert staddur eða stödd í þekkingu á Soo Bahk Do.   Eins og með æfingargallann þinn að þá þarf að sýna því virðingu.   Ávalt binda beltið vel.  Aldrei láta það hanga um hálsinn eða leyfa beltinu að snerta jörðina.   Beltið á aldrei að fara í þvott.   Vertu stoltur / stollt yfir því að beltið láti á sjá með tímanum, því að það sýnir einsettann vilja þinn við æfingar.