KYUN RET (HNEYGJA SIG)

Hneygingar á Soo Bahk Do æfingum eru mjög mikilvægar þar sem að þær sýna aga og virðingu.

Æfingar okkar samanstanda af mjög hættulegri bardagatækni og án virðingar og aga á tækni gætu því leitt til þess að tækni væri notuð á neikvæðan máta gagnvart þér sjálfum(sjálfri) og gagnvart öðrum.

Sú líkamlega hreyfing að hneygja sig sýnir stöðuga andlega vitund og einbeitingu.  Hún sýnir virðingu sem snýr að þér sjálfum(ri), æfingarfélaga þínum, því sem þú ert að gera og gagnvart sjálfri listinni Soo Bahk Do.

Þegar við hneigjum okkur

  • Í upphafi og enda á allri samvinnu með öðrum.
  • Til að viðurkenna eldri meðlim þegar þú kemur inní æfingarsal
  • Til að viðurkenna eldri meðlimi þegar þeir koma inn í æfingarsal.
  • Til eldri meðlims þegar þú leiðréttur eða færð leiðbeiningar
  • Til að viðurkenna mistök á æfingu eða sýningu.
  • Þegar svarað / spurt er spurningu eldri meðlims á meðan á æfingu stendur.
  • Þegar óskað er eftir að fara úr tíma (td. fá að fara á salernið) 

Yngri nemendur hneygja sig ávalt áður enn eldri nemendur