Kwan Jang Nim HC Hwang

4 March 1947

Eftirmaður Hwang Kee  frá 1. ágúst 2002. Héðan frá kallaður Kwan Jang Nim HC Hwang. Kwan Jang Nim Hwang fæddist 4. mars 1947 í Seoul, Kóreu. Hann byrjaði að æfa samkvæmt Moo Duk Kwan aga þann 5. maí 1954 þegar hann var 7 ára og fékk Cho Dan á  aðeins 9 ára (hann var yngsti Dan handhafi á þeim tíma í Kóreu)

 

Hann var meðlimur í kóreska liðinu á fimmta Meistaramóti Karate haldið í Seoul árið 1966 og var tæknilegur ráðgjafi í fyrsta heimsmeistarakeppninni í Tókýó í Japan.

Hann var yfirkennari í Central Moo Duk Kwan Do Jang og í herstöð bandaríska hersins í Yong San (1970-1973). Hann starfaði sem yfirkennari í grísku Tang Soo Do Moo Duk Kwan samtökunum (1973-1974) og var heiðurskennari  í Bretlandi Tang Soo Do Moo Duk Kwan samtökunum (1974).

HC Hwang var einn stofnanda  Tang Soo Do (Soo Bahk Do) Moo Duk Kwan sambandsins í  Bandaríkjunum og starfaði sem valæinn eftirmaður stórmeistara Hwang Kee og formaður Technical Advisory Committee (TAC) Bandaríkjanna Soo Bahk Do Moo Duk Kwan Federation til 4. ágúst 2002.